Heimurinn heima með 3. bekkingum

Nú í október hefur Hönnunarsafn Íslands boðið öllum 3. bekkingum í grunnskólum Garðabæjar að taka þátt í smiðjum sem hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir leiða. Smiðjurnar slógu í gegn á vorönn þegar allir 4. bekkingar sköpuðu skringilegasta fjölbýlishús Garðabæjar en nú fá 3. bekkingar að spreyta sig á hönnun, samvinnu og hugmyndavinnu en hver bekkur gerir eitt hús saman sem verða til sýnis í gluggum Hönnunarsafnsins á aðventunni. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar