Dönsuðu fyrir gullinu á The Asian Tour Taipei open

Dansparið og Garðbæingarnir, Alex Gunnarsson og Ekaterina Bond, gerðu sér lítið fyrir er þau sigruðu á The Asian Tour Taipei Open síðasta dag febrúarmánaðar. Þetta er mjög flott og stór keppni en alls tóku 100 danspör þátt, en Alex og Ekaterina sigruðu í Ballrom.

Þau kepptu einnig á The Tokyo Open þann 26. febrúar sl., en sú keppni er einnig partur af The Asian Tour. Þar nældu þau sér í silfurverðlaun.

Alex og Ekaterina fóru svo beint til Southampton þar sem þau kepptu á Evrópumeistaramótinu í dönsum um sl. helgi og þar nældu þau sér í silfurverðlaun.

Þau eru síðan á leiðinni til Íslands þar sem þau taka þátt á Íslandsmeistaramótinu 18.-19. mars nk.
Sannarlega frábær árangur hjá þessu flott danspari.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar