Hvar er draumurinn er húmorískur söngleikur leikstýrður af Kópavogsbúa

Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands hefur nú sett upp og kynnir með stolti söngleikinn “Hvar er draumurinn?”, skrifaður og leikstýrður af Höskuldi Þór Jónssyni sem er sjálfur uppalinn í Kópavogi auk þess sem nokkrir nemendur úr Kópavogi taka þátt í sýningunni.

Þessi húmoríski söngleikur nýtir sér frábæra smelli frá hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns og segir frá ungmennum sem reyna að finna sig og njóta lífsins en þurfa að glíma við staðreyndina að lífið getur ekki alltaf verið kók og lakkrísrör. Þessi 90’s sprengja hefur mögnuð dansatriði og frábæran söng og auðvitað glæsilegan leik!

Hvar er draumurinn er sýndur í leikhúsinu í Verzló sem hefur verið sett upp af nemendum skólans.
Eins og áður segir eru í leikhópnum þó nokkrir Kópavogsbúar sem standa sig með mjög vel, en það eru þau eru Sigrún Tinna Atladóttir, Sóley Jóhannesdóttir og Aron Ísak Jakobsson. Fyrir áhugasama þá er miðasala á NFVI.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar