Börn sem eru á biðlista og hafa verið lengur en 6 mánuði ganga fyrir við úthlutun leikskólaplássa í mars

Á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag var lögð fram eftirfarandi samþykkt bæjarstjórnar um útfærslu á fráviki á reglum um innritun í leikskóla.

„Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að útfæra frávik frá reglum sem tryggir að börn sem hafa verið sex mánuði eða lengur á biðlista fari ekki aftur fyrir umsóknir eldri barna sem eru nýskráð með lögheimili í Garðabæ.“

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti og fór nánar yfir stöðu innritunar og biðlista hjá leikskólum Garðabæjar.

„Bæjarráð samþykkir að þau börn sem eru á biðlista og hafa verið lengur en 6 mánuði á listanum gangi tímabundið fyrir við úthlutun leikskólaplássa í mars. Miðað er við stöðuna á biðlista þann 8. mars 2024.“ (Um er að ræða 25 börn)

Bæjarráð samþykkti að frá og með 1. apríl verður ekki unnið úr nýjum umsóknum og flutningsumsóknum í allt að 30 daga. Þetta er gert til að þau börn sem komin eru á biðlista þann 1. apríl haldi sínum stað í listanum samkvæmt kennitölu. Vert er að taka fram að reglur um úthlutun gilda.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins