Píratar með prófkjör í Kópavogi

Pírata verða með prófkjör í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.

Opið er fyrir framboð í prófkjöri Pírata í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninga sem fara fram 14. maí nk. Prófkjörið fer fram dagana 19.-26. febrúar í rafrænu kosningakerfi Pírata.

Mikilvægar dagsetningar

Frestur til að bjóða sig fram rennur út 15. febrúar kl.15:00 Kosning hefst 19. febrúar
kl.15:00

Kosningu lýkur 26. febrúar kl. 15:00

Lokadagsetning til að skrá sig í Pírata og hafa atkvæðisrétt er á miðnætti þann 27. janúar!

Til þess að hafa atkvæðisrétt í prófkjörinu þarf að skrá sig í Pírata 30 dögum áður en að kosningum lýkur!

Kynningar frambjóðenda á vegum Pírata verða frá miðvikudegi til föstudags 16.-18. febrúar. Kynningarnar fara fram í fjarfundarkerfi Pírata og verður streymt á piratar.tv

Prófkjörsreglur og leiðbeiningar

Ábyrgðaraðilar prófkjörsins í Reykjavík eru þau Elsa Kristjánsdóttir, Eiríkur Rafn Rafnsson og Katla Hólm Þórhildardóttir. Þau hafa í sameiningu við félagsfólk á félagsfundum sett saman prófkjörsreglur og leiðbeiningar.

Stjórn Pírata í Kópavogi hefur sett prófkjörsreglur eftir sömu fyrirmynd og falið Elsu Kristjánsdóttir ábyrgð á prófkjörinu.

Hafið samband við Elsu Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóra Pírata, fyrir frekari upplýsingar varðandi prófkjörið: [email protected]

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar