Það er mikil spenna að magnast upp hjá ungu og efnilegu knattspyrnufólki um land allt þessa dagana því hið árlega TM mót Stjörnunnar fer fram á knattspyrnusvæði Stjörnunnar dagana 20.-21. og 28.-29. apríl.
Um 4200 keppendur eru skráðir til leiks, en TM mótið er fjölmennasta knattspyrnumót landsins ár hvert og hefur mótið skapað sér stóran sess í íslensku knattspyrnulífi.
Þetta er 14 árið sem mótið fer fram, en keppt er í 6., 7. og 8. flokki karla og kvenna og er spilaður 5 manna bolti, en þátttakendur koma að stærstum hluta af höfuðborgarsvæðinu en einnig víðsvegar af landinu. Það sem hefur meðal annars gert mótið svona vinsæla er að viðvera hvers liðs er ekki meira en tvær klukkustundir, því stutt er á milli leikja. Úrslit leikja er ekki skráð, en liðunum er raðað í fjóra styrkleikaflokka.
Um 600 sjálfboðaliðar taka þátt
Það er ekki hægt halda svona stórt mót nema með þátttöku sjálfboðaliða sem sinna fjölda verkefna á mótinu, en um 600 sjálfboðaliðar hjálpa til á meðan mótinu stendur m.a. við undirbúning, veitingasölu, vallarþular, uppsetningu, verðlaunaafhendingu og þá koma iðkendur úr öðrum yngri flokkum og dæma leikina á þessum fjórum dögum.
Mótið er því mjög mikilvægt fjáröflunarmót fyrir yngri flokkastarfið innan knattspyrnudeildar Stjörnunnar, en vinnan einkennist af samheldni, vinnusemni og fagmennsku.
Bæjarbúar hvattir að mæta og fylgjast með stjörnum framtíðarinnar Bæjarbúar eru hvattir til að fá sér göngu- ferð á Samsung-völlinn á meðan mótinu stendur til að fylgjast með knattspyrnustjörnum framtíðarinnar, fá sér góðan kaffibolla og meðlæti og styrkja um leið gott málefni.
Leikirnir eru spilaðir á 16 völlum á Samsung-vellinum, daga 20.-21. og 28.-29. apríl frá kl. 08-18:00.