Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ og Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar nutu aðstoðar 6. bekkinga í Álftanesskóla er þeir settu Barnamenningarhátíð Garðabæjar með formlegum hætti á Garðatorgi 1 í dag, en barnarmenningarhátíðin stendur yfir til 7. maí.
Hverafuglar á fuglabjargi á Garðatorgi
Á Garðatorgi 1 er sýningin Hverafuglar á fuglabjargi, en þar eru sýndir fuglar sem nemendur í 5. – 7. bekkjum allra grunnskóla Garðabæjar unnu í Hönnunarsafni Íslands.
Smiðjur og dans eru líka á dagskrá barnamenningarhátíðar og auk þess sem sýning á myndskreyttum ljóðum leikskólabarna í Garðabæ eru á Bókasafni Garðabæjar.
Að þessu sinni verður ekki mögulegt að bjóða allri fjölskyldunni upp á dagskrá en að sögn Ólafar Breiðfjörð menningarfulltrúa er mikils virði að skólabörn geti þó notið þess að skapa og uppgötva. Þess má geta að 28 hópar nemenda eða rúmlega 600 nemendur taka þátt í hátíðinni og því eru rúmlega 600 fuglar á sýningunni á Garðatorgi.