Fimmtudaginn 29. febrúar var haldið skemmtilegt Barber námskeið í húsakynnum Bpro í Smiðsbúð 2 í Garðabæ í samvinnu við JRL og Beard Monkey. Fimm fagaðilar sýndu herraklippingar og rakstur á módelum en það voru þau Gunnar Jónas Hauksson eða Guzcut og Magnus Andri Ólafsson eða Slakur Barber á Studio220 í Hafnarfirði, Ingólfur Már Grímsson og Stefán Reynisson á Hárbeitt í Hafnarfirði og Kristín Gunnarsdóttir á Blondie í Garðabæ.
Það var fullt út úr dyrum af áhugasömu fagfólki sem var mætt til að læra og miðla upplýsingum og óhætt að segja að það hafi verið mikil stemning.
Kvöldið var einnig nýtt til að kynna Mottu-mars átak Bpro, en Bpro og Beard Monkey tóku höndum saman og létu framleiða sérmerkt mottuvax fyrir Mottumars. Mottu-vaxið verður selt í netverslun Krabbameinsfélagsins og á sölustöðum um allt land í mars og rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Ljósmyndari: Pétur Fjeldsted
Forsíðumynd: Hildur Elísabet Ingadóttir, Eva Hrund Guðmarsdóttir, Baldur Rafn, Íris Dóra Halldórsdóttir, Ingunn Sigurpálsdóttir, María Katrín Jónsdóttir og Bertha María Smáradóttir