Gæjar og píur er dásamlegur klassískur söngleikur sem verður frumsýndur í Urðarbrunni í FG á morgun, laugardaginn 16. mars nk., en það er Verðandi, leikfélag skólans, sem setur upp þennan metnaðarfulla söngleik í leikstjórn Þórunnar Lárusdóttur.
Söngleikurinn Gæjar og píur gerist í New York á fimmta áratug síðustu aldar. Natan Detroit er aðal spaðinn í bænum þegar kemur að teningaharki og heldur utan um þá „starfsemi“ í borginni. Hann hefur verði trúlofaður Adelaide, aðalstjörnu vinsæls næturklúbbs, í 14 ár og er heldur farið að reyna á þolinmæði hennar í þeim efnum. Dag einn kemur gamalkunnur töffari, Skæ Masterson, í bæinn en hann hefur getið sér gott orð á landsvísu fyrir áhættuveðmál, upp á töluverða fjármuni. Natan nær að veðja við Skæ að hann nái ekki að bjóða yfirmanni hjálpræðishersdeildar hverfisins, hinni geðþekku Söru Brown, með sér á stefnumót til Havana, sem hefur miklar og skemmtilegar afleiðingar.
Danshöfundur er Valgerður Rúnarsdóttir Fyrstu fjórar sýningarnar eru 16., 17., 21 og 22. mars. Miðasala er á tix.is