Bæjarstjórn veitir Strætó Bs. ábyrgð vegna lántöku upp á 300 milljónir

Á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag var tekin fyrir beiðni Strætó bs. um ábyrgð vegna lántöku að fjárhæð kr. 300.000.000.

Gunnar Einarsson gerði grein fyrir málinu og upplýsti samþykki eigendafundar Strætó bs. liggur fyrir vegna lántökunnar.

„Bæjarstjórn samþykkir hér með að á fundi bæjarstjórnar að veita einfalda ábyrgð og til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 400.000.000 með lokagjalddaga 15. ágúst 2029, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitastjórnin hefur kynnt sér.

Nær samþykki sveitarstjórna jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.

Er lánið tekið til fjárfestingar í rafvögnum til endurnýjunar í flota Strætó bs með það að markmiði að lækka kolefnisspor Strætó, sem felur í sér að vera verkefnis sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.
Bæjarstjórn samþykkir að verða við beiðni stjórnar Strætó bs. að veita Strætó bs. einfalda ábyrgð vegna lántöku að fjárhæð kr. 300.000.000 hjá Arion banka.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar