Íþróttahátíð Breiðabliks fyrir árið 2021 fór fram í veislusal Smárans um miðjan janúar og þar var Arnar Pétursson, frjálsíþróttamaður og Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona kjörin íþróttakarl og -kona Breiðabliks.
Á hátíðinni var fremsta afreksfólk Breiðabliks í flestum deildum heiðrað ásamt því að þjálfara- og deildarbikar félagsins voru afhentir.
Kosning á Íþróttakonu og -karli Breiðabliks og var með nýju sniði í ár. Kosningin fór þannig fram að hver íþróttadeildarstjórn fékk einn atkvæðisrétt ásamt aðalstjórn félagsins og Íþróttastjóra, samtals 15 atkvæði. Hvert atkvæði skilaði inn sitthvorum topp-3 listann, einum lista yfir konur og einum yfir karla. Valið stóð á milli þeirra aðila sem hver deild hafði tilnefnt, sjá hér fyrir neðan. Óheimilt var að kjósa aðila úr eigin deild.
1.sætis atkvæði gaf 15 stig, 2. sæti gaf 10 stig og 3.sæti gaf 3 stig. Þ.a.l. var mest hægt að fá 225 stig.
Bæði Agla María og Arnar sigruðu kosninguna með nokkrum yfirburðum. Agla María hlaut 160 stig á meðan næsta á eftir hlaut 85 og Arnar hlaut 180 stig á meðan næsti á eftir hlaut 110 stig.
Þjálfarabikar félagsins hlaut Al-berto Borges Moreno, frjálsíþróttaþjálfari, en hann fagnar 10 ára starfsafmæli á árinu og hefur unnið einstaklega gott starf fyrir félagið.
Deildarbikar félagsins hlaut Hjólreiðadeildin fyrir góðan rekstur ásamt virkilega góðum árangri iðkenda á bæði lands- og heimsvísu.
Viðurkenningarnar og handhafar þeirra voru eftirfarandi:
Íþróttakona – Agla María Albertsdóttir, knattspyrnukona
Íþróttakarl – Arnar Pétursson, frjálsíþróttakarl
Þjálfarabikar – Alberto Borges Moreno, frjálsíþróttadeild
Deildarbikar – Hjólreiðadeild
Frjálsíþróttakona – Birna Kristín Kristjánsdóttir
Frjálsíþróttakarl – Arnar Pétursson
Hjólreiðakona – Elín Kolfinna Árnadóttir
Hjólreiðakarl – Ingvar Ómarsson
Hlaupakona – Sigríður Rúna Þóroddsdóttir
Hlaupakarl – Thijs Kreukels
Karatekona – Móey María Sigþórsdóttir McClure
Karatekarl – Tómas Pálmar Tómasson
Knattspyrnukona – Agla María Albertsdóttir
Knattspyrnukarl – Viktor Karl Einarsson
Kraftlyftingarkona – Sóley Margrét Jónsdóttir
Kraftlyftingarkarl – Guðfinnur Snær Magnússon
Körfuknattleikskona – Isabella Ósk Sigurðardóttir
Körfuknattleikskarl – Hilmar Pétursson
Skákkarl – Vignir Vatnar Stefánsson
Skíðakarl – Björn Davíðsson
Sundkona – Freyja Birkisdóttir
Sundkarl –Patrik Viggó Vilbergsson
Þríþrautarkona – Guðlaug Edda Hannesdóttir
Þríþrautarkarl – Sigurður Örn Ragnarsson
Þess ber að geta að Rafíþrótta- og Taekwondodeildir félagsins tilnefndu engan í ár ásamt því að Skák- og Skíðadeildirnar tilnefndu enga konu að þessu sinni.
Á myndinni eru Arnar Pétursson og Sveinn Gíslason, formaður Breiðabliks