Bæjarstjórinn stoltur af sínu fólki í Stjörnunni

,,Þetta er sögulegur og mjög einstakur árangur, að ná í 9 Íslandsmeistaratitla af 15 er frábært afrek. Efniviðurinn er sannarlega til staðar í Garðabæ og framtíðin er greinilega mjög björt hjá körfuknattleiksdeildinni,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, en hann var mættur á leik Stjörnunnar og Þórs Þorlákshafnar sl. fimmtudagskvöld, bæði til að fylgjast með leiknum og til að óska þessu ungu og efnilegu körfuboltaiðkendum til hamingju með árangurinn, en allir Íslandsmeistararnir voru heiðraðir í hálfleik á leiknum. Bæjarstjórinn sagðist vera stoltur af sínu fólki í Stjörnunni og ekki mætti gleyma öllum þeim sem koma að starfinu og gera það að veruleika, hvort sem það eru þjálfarar, barna- og unglingaráð eða sjálfboðaliðar. ,,Umgjörðin í kringum yngri flokkana er greinilega mjög góð,“ sagði Gunnar.

Yngri flokkar Stjörnunnar sem unnu Íslandsmesitaratitilinn ásamt Gunnari bæjarstjóra. Mynd Hörður Garðarsson.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar