Gerpla stóð upp sem sigurvegari í 1. flokki í hópfimleikum

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Fimleikahúsi Akraness í gær og var meðal annars keppt í 1. flokki kvenna, þar sem lið Gerplu stóð uppi sem sigurvegari með 50.350 stig. Gerpla vann einnig sigur í gólfæfingum með 20.600 stig og á trampólíni með 14.700 stig. Í öðru sæti var lið Stjörnunnar með 48.700 stig, en lið Stjörnunnar sigraði í æfingum á dýnu með 15.200 stig. Í þriðja sæti voru núverandi Bikarmeistarar Selfoss, en þær fengu alls 45.550 stig.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar