Aukin tíðni strætóferða í Urriðaholt

Uppbygging almenningssamgangna í Urriðaholti hófst sem þróunarverkefni til eins árs frá september 2020 til september 2021 með akstri strætóleiðar 22. Strætóleið 22 fer um Urriðaholtið að Ásgarði í Garðabæ.

Á tímabili þróunarverkefnisins var nýting á strætóleiðinni skoðuð og verkefnið var metið. Niður-staða við mat á verkefninu var leggja til bætta þjónustu almenningssamgangna í Urriðaholti með tíðari strætóferðum frá og með 1. október 2021 og tillaga þess efnis var samþykkt á fundi bæjar-ráðs Garðabæjar 28. sept. sl.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar