Atvinnulóðir til sölu í Þorraholti

Garðabær auglýsir um þessar mundir til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðunum Þorraholt 2 og 4 í Hnoðraholti norður.

Atvinnulóðirnar eru í framhaldi af fyrirhuguðu íbúðahverfi í Hnoðraholti. Opið svæði verður efst á holtinu og grænir geirar niður hlíðarnar tengja háholtið við nærliggjandi svæði og brýtur upp byggðina á holtinu í minni reiti. Lóðirnar eru í nálægð við góðar samgönguæðar, stofnstíg hjólreiða og göngustíga.

Þorraholt 2 og 4 merkt með gulu

Stærð lóðarinnar fyrir Þorraholt 2 er 6.278 m2 og 4768 m2 fyrir Þorraholt 4. Lóðirnar liggja á einkar góðum stað á norðvesturhluta svæðisins við gatnamót Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar, með aðkomu frá Þorraholti.

Heildar byggingarmagn Þorraholts 2 er um 12.000 m2, með bílakjallara í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 1,9 og skilgreint í nýju deili-skipulagi Hnoðraholts norður.

Heildarbyggingarmagn Þorraholts 4 er um 12.500 m2 með bílakjallara, í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 2,6.

Tilboð í byggingarrétt á lóðunum skulu berast Garðabæ fyrir kl. 13:30 fimmtudaginn 9. september 2021

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins