Ásta og Hilmar Snær valin íþróttafólk ársins 2022 í Garðabæ

Himar Snær Örvarsson

Íþróttamenn Garðabæjar árið 2022 eru Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður og Ásta Kristinsdóttir hópfimleikakona í Stjörnunni. Tilkynnt var um kjör þeirra á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram sl. sunnudag í Miðgarði.

Íþróttakarl Garðabæjar 2022 – Hilmar Snær Örvarsson

Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður hlaut á dögunum nafnbótina „Íþróttamaður ársins“ hjá ÍF (Íþróttasambandi fatlaðra). Hilmar Snær var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á vetrar ,,Paralympics“. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetrar-Paralympics féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. Hilmar Snær hefur tvisvar áður verið kjörinn íþróttakarl Garðabæjar.

Íþróttakona Garðabæjar 2022 – Ásta Kristinsdóttir

Astatine Kristinsdóttir

Ásta Kristinsdóttir varð íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum með kvennaliði Stjörnunnar. Ásta er einn af lykilmönnum liðsins, er í öllum sex stökkumferðunum og með hæsta erfiðleika í öllum stökkum. Einnig sýndi hún glæsilega frammistöðu á dansgólfinu. Ásta var einnig lykilmanneskja í kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í hópfimleikum í september 2022. Hún var ein af sex konum sem var valin í úrvalslið mótsins, „All star“ liðið fyrir frammistöðu sína á dýnu á mótinu. Núna í desember keppti Ásta á alþjóðlegu móti sem nefnist ,,Face off“ þar sem keppt er í mismunandi þrautum og er markmiðið að lenda stökk með hæstan erfiðleika með ákveðinni uppsetningu. Í ár var í fyrsta sinn keppt í kvennaflokki og Ásta var fyrst kvenna til að vinna þann flokk. Hún er fyrirmyndar afrekskona í fimleikum og sýnir mikinn metnað til að ná árangri í íþróttinni. Ásta var á dögunum útnefnd í 2.-3. sæti sem fimleikakona ársins hjá Fimleikasambandi Íslands.

Forsíðumynd: Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, Hilmar íþróttakarl ársins, Ásta íþróttakona ársins og Hrannar Bragi Eyjólfsson, formaður íþrótta og tómstundaráðs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar