Mæðrstyrksnefnd Kópavogs afgreiddi um 200 umsóknir

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, sem starfað hefur í tæp 60 ár, var með jólaúthlutun fyrir þá sem minna mega sín og eru með lögheimili í Kópavogi.

Um 200 umsóknir voru afgreiddar, bak við hverja umsókn voru bæði einstaklingar og barnafjölskyldur með allt að fimm börn. Voru börnin rúmlega 180 og fengu öll jólapakka sem starfsfólk frá Íslandsbanka sá um að pakka inn. Hver úthlutun innihélt þrjá matarpoka auk gjafakorta þar sem upphæð fór eftir tekjum og barnafjölda. Um tíu sjálfboðaliðar störfuðu við úthlutunina sem dreift var á þrjá daga en við undirbúning störfuðu þó fleiri.

Rúmlega 180 börn fengu jólapakka sem starfsfólk frá Íslandsbanka sá um að pakka inn.

Eingöngu sjálfboðaliðar

Helstu styrktaraðilar Mæðrastyrksnefndar eru: Þjónustumiðstöð Kópavogs, Kópavogsbær, Kaupfélag Skagfirðinga, Kólus, Íslandsbanki ásamt ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum. Þakkar nefndin öllum þeim er lagt hafa starfseminni lið.

Hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs starfa eingöngu sjálfboðaliðar og byggir starfsemin á velvild þeirra er hana styrkja.

Einnig er vert að minnast á að seld eru notuð föt fyrir mjög lítinn pening. Er t.d. hægt að fylla innkaupapoka fyrir 2500 kr. og er öllum velkomið að versla í fatahorninu.

Opnað verður aftur þriðjudaginn 7. febrúar n.k. og verður opið á þriðjudögum klukkan 16:00-18:00.

Kraftmiklar hugsjónarkonur í Mæðrastyrksnefnd Kópavogs
Nemendur úr Álfhólsskóla mættu 0g studdu við Mæðrastyrksnefnd

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar