Anna Möller er nýr formaður FEBG

Mánudaginn 4. mars var aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ fyrir árið 2023 haldinn í félagsmiðstöð eldri borgara Jónshúsi að Strikinu 6.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Eysteinn Haraldsson var kjörinn fundarstjóri.

Formaður minntist látinna félaga og bað fundargesti að rísa úr sætum, hún flutti síðanskýrslu stjórnar og fór þar yfir yfirgripsmikið starf á liðnu starfsári. Gjaldkeri lagði fram ársreikninga sem og fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Fundurinn samþykkti að árgjaldið verði kr. 3.000 fyrir starfsárið 2024 sem er það sama og síðasta ár.

Há upphæð ógreiddra félagsgjalda Það sem einna helst vakti athygli í ársreikningunum var há upphæð ógreiddra félags-gjald er, en félagið greiðir hluta hvers árgjalds til Landssambands eldri borgara og miðast upphæðin við skráða félaga um næstliðin áramót.

Stjórn FEBG. F.v. Bryndís Sveinsdóttir, Magnús Halldórsson, Sturla Þorsteinsson, Anna R. Möller, Finnbogi Alexandersson, Sigríður Jóhannesdóttir, Engilbert Gíslason og Lára Kjartansdóttir

Laufey gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu

Laufey Jóhannsdóttir gaf ekki kost á sér til formanns. Anna R. Möller sem gengt hefur gjaldkarastarfsinu s.l. 2 ár var kjörin formaður FEBG og aðrir í stjórn eru; Lára Kjartansdóttir, Engilbert Gíslason, Magnús Halldórsson og Sturla Þorsteinsson sem er nýr i stjórninni. Í varastjórn voru kjörin Finnbogi H. Alexandersson, Bryndís Sveins-dóttir og Sigríður Jóhannesdóttir sem er ný í varastjórn.

Fundurinn var mjög fjölmennur og sóttu hann um 150 manns. Sérstakir gestir fundarins voru Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður stuðnings og öldrunarþjónustu og Elín Þorsteinsdóttir forstöðumaður Jónshúss.

Farsælt samstarf Garðabæjar og FEBG

Bæjarstjóri ávarpaði aðalfundinn og kom víða við í samstarfi og samvinnu félagsins og bæjaryfirvalda. Hann ræddi hugmyndir um húsnæðismál fyrir eldri borgara og ræddi sérstaklega um stöðu Heilsugæslunnar. Hann fór yfir hið farsæla samstarf Garðabæjar og FEBG um samstarfssamning við félagið er varðar hreyfingu og stuðning íþrótta- og tómstundastarfs sem félagið sér um fyrir alla bæjarbúa 67 ára og eldri.

Anna Möller þakkaði Jóni Gunnari og Laufeyju fyrir vel unnið störf

Anna Möller, nýkjörinn formaður, þakkaði samstarf við Garðabæ og þakkaði þeim Jóni Gunnari Pálssyni og Laufeyju Jóhannsdóttur fyrir vel unnin störf og færði þeim blómvönd, en þau hafa bæði setið í 5 ár í stjórn Félags eldri borgara Garðabæ.

Sævar Þór frá Janusi Janus heilsuefling ávarpaði fundinn og færði Laufeyju blóm og kveðjur og þakkir fyrir samstarfið.

Forsíðumynd: Formannaskipti! Laufey og Anna

Látinna félaga var minnst á fundinum

Almar Guðmundsson bæjarstjóri fór yfir ýmsa hluti m.a. húsnæðismál eldri borgara

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar