Nú þegar við viljum trúa því að vorið sé á næsta leyti reikar hugurinn óneitanlega til sumarsins og líflegra viðburða í Garðabæ sem starfsfólk skapandi sumarstarfa hafa séð bæjarbúum fyrir.
Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi var spurð hvernig útlitið er fyrir skapandi menningarsumar og ekki stóð á svarinu: ,,Það var ótrúlega ánægjulegt að fá 35 umsóknir um alls 16 störf en margir af þessum umsækjendum eru í háskólanámi eða langt komnir í sínum listapælingum. Það er alltaf snúið að velja úr skemmtileg- um og metnaðarfullum umsóknum en gæði umsókna og að verkefnin séu til þess fallin að auðga lífið í Garðabæ hefur úrslitavaldið,” segir menningarfulltrúinn.
Það er ljóst að bæjarbúar mega búast við skemmtilegum sýningum og uppákomu í sumar en meðfylgjandi myndir eru frá uppákomum skapandi sumarstarfa árið 2023.