Jazzstefnumót á heimsmælikvarða í Salnum

Bandaríski jazzgítarleikarinn og tónskáldið Rory Stuart og Sunna Gunnlaugs, píanóleikari og tónskáld taka höndum saman á spennandi tónlistarstefnumóti í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 21. mars kl. 17. Á efnisskrá er fjölbreytt blanda af frumsömdu efni og djassstandördum.

Einn besti jazzgítarleikari heims

Jazzgítarleikarinn og tónskáldið Rory Stuart er búsettur í New York. Hann hefur hlotið frábæra dóma fyrir spilamennsku sína og verið nefndur einn besti núlifandi jazzgítarleikari heims í tímaritinu The Great Jazz Guitarists. Hann er sérstaklega áhugasamur um rytmíska möguleika í jazztónlist og er höfundur sex binda bókaflokks um rytma. Rory er handhafi fyrstu sameiginlegu Fulbright-verðlauna Grikklands og Íslands og er hér á landi þökk sé rausnarlegum stuðningi íslensku Fulbright-nefndarinnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar