Andlegt ferðalag

Fyrir tuttugu og tveimur árum fór ég í gegnum tólf sporin með vinum í bata. Ég taldi mig ekki þurfa á þessu að halda en vildi ekki vera eins og vörðurnar á heiðum sem vísa bara veginn en fara hann ekki sjálfar enda steinahrúgur. En það kom fljótt í ljós að ég mátti svo sannarlega skoða hegðunarmynstrið mitt og komst m.a. að því að stjórnsemi keyrð úr hófi fram er alltaf kvíði. Þannig að þegar ég fer allt í einu að stjórna eins og herforingi minna tólf sporin mig á það að skoða hvað valdi mér í raun og sann kvíða.

Þetta var mikil frelsun fyrir mig, ég lærði líka í gegnum tólf sporin-andlegt ferðalag að það sem ég taldi stöðugt sjálfselsku var kannski bara gott fólk sem hafði gleði af því að annast um sjálft sig. Duglega konan sem hljóp hratt alla daga og var oft yfirkeyrð fékk að heyra að hún væri í bata ef hún sýndi sjálfri sér kærleika og umhyggju. Allt þetta og margt fleira tók ég inn í mitt líf fyrir utan hvað ég kynntist dásamlegum konum í hópnum mínum sem unnu með mér sporin í þrjátíu vikur.

Kynningarfundur miðvikudaginn 5. október kl. 20.

Við höfum boðið upp á tólf sporin – andlegt ferðalag í kirkjunni í Garðabæ í áratug. Nú förum við af stað með nýja hópa á þessu hausti og fyrsti kynningarfundurinn er í Brekkuskógum 1, 225 Garðabær, miðvikudaginn 5. október kl.20:00. Ég hvet þig til að fara inn á vefsíðuna viniribata.is og kynna þér þetta magnaða starf. Svo getur þú líka komið í batamessu í Garðakirkju sunnudaginn 2. október kl.14:00. Þar munum við kynna starfið og gospelkór Jóns Vídalíns syngur.

Kær kveðja

Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins