Breiðablik í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina

Breiðablik leikur sinn fyrsta leik af fimm í úrslitakeppni Bestu deildar karla á mánudaginn kl. 19:15 er Stjarnan kemur í heimsókn á Kópavogsvöll.

Úrslitakeppni! Já, það er kannski smá biturt fyrir Breiðablik því ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið og Breiðablik væri Íslandsmeistari, en fyrirkomulagið var ákveðið löngu fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins svo það er enginn að svekkja sig á því og fimm spennandi umferðir í úrslitakeppni Bestu deildar karla framundan.

Efstu sex liðin! Öll liðin taka með sér stigin úr Bestu deildinni inn í úrslitakeppnina. Staðan er því svona þegar úrslitakeppnin hefst.

Spiluð verður einföld umferð þar sem allir mæta öllum einu sinni. Að fimm umferðum loknum og jafnvel fyrr kemur svo í ljós hvaða lið verður Íslandsmeistari.

Breiðablik hefur leikið feykilega vel sem af er tímabilinu og leikmenn liðsins fara fullir sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina, enda með 8 stiga forskot á Víking og KA sem deila 2.-3. sæti, auk þess sem liðið á sex mörk í plús á Víking og 13 mörk eiga þeir á KA.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks hefur gert gríðarlega vel með liðið í sumar sem er í kjörstöðu nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast, með átta stiga forskot á Víking og KA

Breiðablik dugir að fá 8 stig af 15 mögulegum í úrslitakeppninni til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og þá skiptir engu máli þótt Víkingur eða KA vinni alla fimm leikina sína. Nú ef Víkingur eða KA misstíga sig í einum leik hvort þurfa Blikar í raun bara að vinna tvö leiki af fimm í úrslitakeppninni.

Eins og áður segir þá leikur Breiðablik við Stjörnuna í fyrstu umferðinni, en Stjarnan var sjötta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í efri deild úrslitakeppninnar. Stjarnan er þó sýnd veiði en ekki gefin því Breiðablik vann fyrri leik liðanna í sumar 3-2, þar sem sigurmarkið kom frá Viktori Erni Margeirssyni fimm mínútum fyrir leikslok, en Stjarnan hafði svo betur á Samsungvellinum í Garðabæ 5-2.

Leikur númer 2 er svo á móti KA á Akureyri sunnudaginn 9. október, en Breiðablik hafði betur í fyrra leik liðanna, sigraði 4-1 á Kópavogsvelli en töpuðu 2-1 á útivelli.

Þriðji leikurinn er svo við KR á Kópavogsvelli laugardaginn 15. október, en KR er eina liðið í úrslitakeppninni sem Breiðablik vann í báðum leikjunum í sumar, unnu 1-0 í Vesturbænum en 4-0 á Kópavogsvellli.

Með sigri í þessum fyrstu þremur umferðum gætu Blikar verið búnir að tryggja sér Íslandsmeistara-titilinn en í fjórðu umferð fara Blikar á Origo völlinn (22. okt) og á heimavelli, 3-2 en Blikar unnu svo Val 1-0 á Kópavogsvelli. Lokaleikurinn er svo við núver-andi Íslandsmeistara Víkings á Kópavogsvelli (29. okt), en

Blikar unnu Víking 3-0 í Víkinni en heimaleikurinn á Kópavogsvelli fór 1-1.

Nú verða stuðningsmenn Blika og aðrir Kópavogsbúar að fjölmenna á leikina og hjálpa liðinu að landa sínum öðrum Íslandsmeistaratitli. Koma svo!!!!!!!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar