Allt sem er skrítið og úr takti vekur áhuga Sunnu

Föstudaginn 8. október hefur Sunna Örlygsdóttir fatahönnuður og meistara útsaumari vinnustofudvöl sína í Hönnunarsafni Íslands.

Verk eftir Sunnu Örlygsdóttur

Sunna stundaði nám í útsaumi við Skals Håndarbejdsskole í Danmörku áður en hún hóf BA nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Árið 2016 útskrifaðist hún með MA í fatahönnun frá ArtEZ Fashion Masters í Arnhem í Hollandi. Sunna hefur óendanlegan áhuga á fatnaði og öllu sem viðkemur fatagerð. Það sem vekur sérstakan áhuga hennar er: allt sem er skrítið og úr takti, lúxus og íburðarmikil efni, tímafrekt handverk og aðferðir, óhefðbundnir hlutir og tíska sem mótast af útsjónasemi. Sunna verður með sýningu á Hönnunarsafni Íslands í vetur en sýningin verður opnuð klukkan 16 þann 8. október.

Sunna mun einnig halda námskeið sem nefnist „Fríhendis flóra“ og hefst fimmtudaginn 14. október kl. 17 – 19. Námskeiðið fer fram þrjá fimmtudaga í röð og kostar 12.500 kr. Hægt verður að bóka námskeiðið á www.tix.is frá og með 4. október.

Forsíðumynd: Sunna Örlygs fatahönnuður Mynd: Rut Sigurðardóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins