Ævintýraleg fjölgun og árangur Stjörnustelpna í körfu

Á fáum árum hefur stelpum í körfu í Stjörnunni fjölgað úr örfáum í að til er orðinn einn stærsti og farsælasti stelpnahópurinn innan körfunnar á Íslandi.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að fá allra bestu þjálfara í að byggja upp starfið og skilaði það miklum árangri í fjölgun iðkenda og áður óþekktum fjölda okkar stelpna í æfingahópum landsliða. Sem dæmi um metnaðinn má nefna að í vetur eru meðal annars Kjartan Atli, fyrrum þjálfari ársins hjá Stjörnunni, Arnar, þjálfari mfl karla og Hlynur Bæringsson yfirþjálfari meðal þjálfara stelpuflokkanna okkar.

Þó fjöldi titla sé ekki sjálfstætt markmið yngri flokka Stjörnunnar þá var gleðilegt að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli kvennaflokks í Stjörnunni síðasta vor. Það sem var enn skemmtilegra var að titlarnir urðu á endanum fimm í kvennaflokkum eftir sigra í öllum fimm yngstu stúlknaflokkunum. 

Við hlökkum til að bjóða nýjar stelpur velkomnar og viljum sérstaklega benda foreldrum á frábæran leikskólahóp sem Elías Orri, gríðarlega vinsæll þjálfari hjá deildinni heldur utan um á sunnudagsmorgnum.

Auðvelt er að sjá töfluna á vef Stjörnunnar og eins má alltaf hafa samband við Hlyn Bæringsson yfirþjálfara yngri flokka á netfanginu [email protected] eða kíkja í kaffibolla í Stjörnuheimilinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar