Breyttur afgreiðslutími á aðalsafni og Lindasafni

Bókasafn Kópavogs eykur þjónustu við lánþega og lengir afgreiðslutíma safnsins. Það ætti að gagnast til dæmis námsfólki vel sem getur nú nýtt sér lesaðstöðuna á safninu frá kl. 8 alla virka daga. Aðalsafn verður nú opið kl. 8 – 18 alla virka daga og kl. 11 – 17 á laugardögum frá og með 1. september.

Lindasafn verður opið kl. 13- 18 á virkum dögum og kl. 11-15 á laugardögum.

Verið velkomin á safnið. Hlökkum til að taka á móti ykkur!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar