Sögustund með Starínu á aðalsafni

Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur þann 8. september ár hvert og er þema dagsins 2021 Lestur er bestur fyrir jörðina. Þetta slagorð má túlka á marga vegu hvort sem það er að bókasöfn stuðli að upplýstari heimi, séu umhverfisvænt val til að nálgast bækur eða séu fyrir alla, óháð stétt og stöðu fólks. Í tilefni af deginum kemur Dragdrottningin Starína í heimsókn á aðalsafn og les sögur um fjölbreytileikann fyrir yngri börnin og skemmtir eins og henni einni er lagið í töfrandi sögustund.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar