Aðventuhátíð Garðabæjar aflýst

Aðventuhátíð Garðabæjar sem menningar- og safnanefnd hafði boðið fjölskyldum í Garðabæ til á Garðatorgi þann 27. nóvember 2021 í samvinnu við Hönnunarsafn Íslands og Bókasafn Garðabæjar hefur verið aflýst vegna samkomutakmarkana. Menningarfulltrúi mun nú leita annarra leiða til að veita börnum í Garðabæ tækifæri til að fagna upphafi aðventu í ár. Til skoðunar er að fá leikskólabörn til að tendra ljósin á jólatré Garðabæjar og að gera þeim dagamun með einhverjum hætti í kjölfarið.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar