Aðalfundur FEBG haldinn í Miðgarði 

Aðalfundur félags eldriborgara í Garðabæ var haldinn 28. Febrúar sl í Miðgarði   nýja fjölnota íþróttahúsinu í Vetrarmýri.  Á dagskrá voru hefðbundin,  aðalfundarstörf.  Stefanía Magnúsdóttir var fundarstjóri á fundinum  og Lára Kjartansdóttir fundarritari.  Laufey Jóhannsdóttir  fór yfir skýrslu stjórnar og greindi frá því helsta á starfsárinu en það einkenndist eins og svo margt annað að því að halda úti öflugu starfi en innan þeirra sóttvarnareglugerða sem í gildi voru hverju sinni.  Megin stefið í starfi ársins voru forvarnir, heilsuvernd og bætt lífsgæði. Hæst í þeirri umræðu er án efa það verkefni sem félagið hefur ráðist í að koma á “Janus heilsuefling  verkefninur”  en á starfsárinu gerði  FEBG samning við  Janus heilsueflingu um heilsuræktarstarf eldri borgara í Garðabæ.  Verkefnið er “ Fjölþætt heilsuefling 67+ í Garðabæ” og meginmarkmiðið  er að huga að styrktarþjálfun og heilsueflingu þegar árin færast yfir.

Svo vorul lagðir fram  ársreikningar félagsins og samþykktir.  Samþykkt að árgjaldið verði óbreytt 2.500 kr. Á næstu dögum verða greiðslubeiðnir um árgjald sendar til  Íslandsbanka og munu birtast fljótlega í heimabanka félagsmanna í FEBG.

Breytingar í stjórn FEBG  

Sigurður R Símonarson hefur verið 5 ár í stjórn og Sigurður B Ásgeirsson óskaði eftir að víkja úr stjórn. Luku þeir stjórnarstörfum í FEBG að þessu sinni.  Laufey Jóhannsdóttir var endurkjörinn formaður. Hildigunnur Hlíðar og Kolbrún Tomas kosnar áfram í stjórn, Anna Ragnheiður Möller og Engilbert Gíslason  voru kjörin ný í stjórn. Varamenn í stjórn eru  Lára Kjartansdóttir,  Jón Gunnar Pálsson og Finnbogi Alexandersson.

Ávörp gesta

Janus tók til máls, þakkaði fyrir boðið og stjórn fyrir samstarfið. Sagði einstakt tækifæri að fá að innleiða verkefnið í Garðabæ og taldi að vel hefði tekist til. Þakkaði Kára Jónssyni fyrir að vera milliliður milli sín og bæjarstjórnar. Verkefnið er byggt á doktorsverkefni Janusar og byrjaði 2017 í Reykjanesbæ. Þann 14. mars verður kynningarfundur í Jónshúsi. Ræddi síðan um hvað væri innifalið í þessu verkefni. Markvissar mælingar eru gerðar á 6 mánaða fresti í samvinnu við Heilsugæsluna. Lauk síðan máli sínu með að lýsa áhuga á að ganga í félagið þar sem hann yrði 67 ára bráðlega

Mikilvægi félagslegra tengsla

Næst tók til máls Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar, og sagði að sem formaður íþrótta og tómstundaráðs hafi hún áhuga á starfi eldri borgara í bænum. Talaði um mikilvægi félagslegra tengsla ekki síður en hreyfingu. Verið sé að kanna með innri breytingu Jónshúss  og búið að skapa einstakt tækifæri með tilkomu Miðgarðs. Sagðist hlakka til samstarfs áfram við stjórn FEBG. 

Garðabær stendur sig best

Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók næst til máls og óskaði stjórn til hamingju með kjörið. Sagði að sá sem komi á eftir honum í bæjarstjórastólinn muni standa við öll loforðin sem hann hefur gefið og jafnvel meir. Verkefnið við að búa vel að eldri borgurum lyki aldrei. Sagði Garðabæ standa sig best af öðrum bæjarfélögum og að mörg tækifæri væru  framundan. Að lokum þakkaði hann fyrir samveruna undanfarin 17 ár sem hann kynni vel að meta. 

Áhersla lögð á húsnæðismál

Helgi Pétursson tók næst til máls og færði kveðju frá Landssambandinu sem telja 55 félög um allt land. Reynt væri að breyta viðhorfi til fólks á þessum aldri og það hafi tekist að færa meira inní umræðuna um starf og líf eldra fólks. Ræddi um mikilvægi fjarfunda sem hafi gert kleift að halda marga fundi með formönnum félaga um allt land. Stjórmálamenn hafi verið boðaðir á fund og þeir mætt til að ræða áherslumál eldri borgara. Áhersla lögð á húsnæðismálin. Vantar millistig frá heimili til hjúkrunarheimilis eða Lífsgæðakjarna.
 
Laufey  þakkaði kjörið  þakkaði Sigurði R Símonarsyni og Sigurði B. Ásgeirssyni fyrir gæfurík störf í þágu FEBG.  Bauð nýja stjórn velkomna til starfa og þakkaði í lokin Kristínu Árnadóttur fyrir frábær störf við félagsvist, bingo og fjölbreytt  stjórnarstörf í þágu FEBG

Í lokin bauð stjórn fundargestum í  bollukaffi að afloknum aðalfundar störfum. Fundargestir skoðuðu svo í lokin aðstöðuna og hin glæsilegu húsakynni Miðgarðs.

Forsíðumynd: F.v. Lára Kjartansdóttir fundarritari, Stefanía Magnúsdóttir fundarstjóri og Laufey Jóhannsdóttir formaður FEBG
 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar