Ný stjórn Viðreisnar í Garðabæ

Ný stjórn Viðreisnar í Garðabæ var kosin á aðalfundi Viðreisnar í Garðabæ 7. febrúar sl. sem haldinn var í Sveinatungu. 

Í stjórninni sitja Eyþór Eðvarðsson, Benedikt D. Stefánsson , Ásta Leonhards, Tinna Borg Arnfinnsdóttir og Tómas Möller. Varamenn eru Heiðrún Sigurðardóttir og Svanur Þorvaldsson. Skoðunarmenn reikninga eru Guðlaugur Kristmundsson og Katrín Ólafsson.

Viðreisn býður fram í fyrsta skiptið í Garðabæ og var listi uppstillingarnefndar samþykktur á félagsfundi 18. Febrúar sl.  Næstu vikurnar verður unnið í stefnumótun. Félagsfundir eru á mánudögum í Sveinatungu á Garðatorgi kl. 19:30 og alltaf pláss fyrir nýtt fólk sem vill vinna að góðum málum til að bæta samfélagið okkar.

Á myndinni er ný stjórn Viðreisnar. F.v. Ásta Leonhards, Tinna Borg Arnfinnsdóttir, Benedikt D. Stefánsson, Eyþór Eðvarðsson, Heiðrún Sigurðardóttir og Thomas Möller.
Á myndina vantar Svan Þorvaldsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar