Ný stjórn Viðreisnar í Garðabæ

Ný stjórn Viðreisnar í Garðabæ var kosin á aðalfundi Viðreisnar í Garðabæ 7. febrúar sl. sem haldinn var í Sveinatungu. 

Í stjórninni sitja Eyþór Eðvarðsson, Benedikt D. Stefánsson , Ásta Leonhards, Tinna Borg Arnfinnsdóttir og Tómas Möller. Varamenn eru Heiðrún Sigurðardóttir og Svanur Þorvaldsson. Skoðunarmenn reikninga eru Guðlaugur Kristmundsson og Katrín Ólafsson.

Viðreisn býður fram í fyrsta skiptið í Garðabæ og var listi uppstillingarnefndar samþykktur á félagsfundi 18. Febrúar sl.  Næstu vikurnar verður unnið í stefnumótun. Félagsfundir eru á mánudögum í Sveinatungu á Garðatorgi kl. 19:30 og alltaf pláss fyrir nýtt fólk sem vill vinna að góðum málum til að bæta samfélagið okkar.

Á myndinni er ný stjórn Viðreisnar. F.v. Ásta Leonhards, Tinna Borg Arnfinnsdóttir, Benedikt D. Stefánsson, Eyþór Eðvarðsson, Heiðrún Sigurðardóttir og Thomas Möller.
Á myndina vantar Svan Þorvaldsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins