Eldstæðið sinnir frumkvöðlum í matvælaframleiðslu

Eldstæðið er framsækið sprotafyrirtæki við Nýbýlaveginn sem sinnir frumkvöðlum í matvælaframleiðslu. Eldstæðið er athvarf smærri aðila sem eru að stíga sín fyrstu skref í matvælaframleiðslu. Eigandi og framkvæmdastjóri Eldstæðisins er Eva Michelsen.

Eigandi og framkvæmdastjóri Eldstæðisins er Eva Michelsen

Á íslandi eru strangar kröfur gerðar til matvælaframleiðslu. Því er ein helsta hindrunin í vegi frumkvöðla í matvælaframleiðslu aðgengi að viðurkenndri aðstöðu sem hlotið hefur samþykki heilbrigðisyfirvalda. Flestir framleiðendur byrja smátt meðan verið er að prófa sig áfram og vinna vöru sess á markaði. Í slíkum tilfellum eru lotustærðir litlar. Annar veigamikill þáttur er aðgengi að nauðsynlegum tækjabúnaði. Tæki til framleiðunnar geta verið dýr og því er nauðsynlegt að þau séu vel nýtt. Frumkvöðlum í matvælaframleiðslu hefur því reynst erfitt að finna aðstöðu fyrir starfsemi sína.

Þörfum þessarra aðila sinnir Eldstæðið. Hjá Eldstæðinu er í boði vel tækjum búið framleiðslueldhús með rúmgóðri aðstöðu til matvælaframleiðslu Einnig er í boði aðgangur að kælum og frystum til geymslu hráefna og afurða.

Eldstæði byggir á hugmyndafræði deilihagkerfisins. Hugmyndafræði sem hefur það að markmiði að auka nýtingu og draga úr sóun. Eldstæðið gerir þannig aðilum með viðskiptahugmynd í matvælaiðnaði kleyft að byrja smátt án þess að ráðast í umtalsverðar fjárfestingu í tækjum og búnaði. Möguleikar eru á því að byrja smátt og bæta svo við eftir því sem starfseminni vex fiskur um hrygg. Aðstaðan er leigð út á tímagrunni og því er einungis greitt fyrir þann tíma sem notaður er hverju sinni.

Einnig er í boði skrifstofuaðstaða, fundarherbergi sem nýtist líka sem smökkunarrými og aðstaða til námskeiðshalds fyrir minni námskeið. Það er því allt til alls hjá Eldstæðinu fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í matvælaframleiðslu eða lengra komna með smáframleiðslu og þurfa fasta aðstöðu.
Þá má ekki gleyma vefverslun Eldstæðisins en þar er gott úrval af gómsætum vörum frá framleiðendum í Eldstæðinu. Ástæða er til að hvetja alla til að kynna sér það sem í boði er.

Allar frekari upplýsingar um starfseminnar má finna á slóðinnni www.eld

Forsíðumynd: Anna Marta

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar