Fólk hefur frá fórnu fari haft þörf fyrir því að skreyta sig

Skart, samsýning Helgu Mogensen, Ingiríðar Óðinsdóttur og Jónu Sigríðar Jónsdóttur verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands á föstudaginn, 1. mars kl. 17 og eru allir boðnir velkomnir á opnunina.

Fólk hefur frá fornu fari haft þörf fyrir að skreyta sig. Skartgripir kjarna þessa þörf um leið og þeir endurspegla smekk og oftar en ekki samfélagslega stöðu. Skartgripir eru gjarnan hlaðnir tilfinningalegum gildum en geta einnig verið vettvangur skoðana og gilda þess sem ber gripinn. 

Sýningin er sú fyrsta af fjórum sem haldnar verða á Pallinum í Hönnunarsafni Íslands í samstarfi við Textílfélagið á árinu 2024 en félagið fagnar 50 ára afmæli á árinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar