598 hestafla alrafmagnaður ofurbíll

Audi fagnar 40 ára afmæli Audi Sport Gmbh með viðhafnarútgáfu af Audi RS e-tron GT Ice Race edition. Aðeins voru framleidd 99 eintök í heiminum og er eintak nr. 22 nú til sölu á Íslandi og af því tilefni bauð bílaumboðið Hekla í frumsýningarteiti í Sjálandi veitingahúsi í Garðabæ þar sem fjöldi gesta mætti sl. fimmtudag til að líta þetta einstaka eintak af Audi augum.

Mikil eftirspurn var eftir þessari sérstöku útgáfu sem kostar 31.5 milljón króna, en til samanburðar verða eingöngu 4 bílar í boði á Englandi.

Audi RS e-tron GT Ice race edition er innblásinn af árlega GP Ice Race kappakstrinum sem haldinn er nálægt Zell am See í austurrísku Ölpunum. Hönnunarteymi Audi segir að sláandi litur bílsins feli í sér tilvísun í snjókristalla og ísvötn. Audi hringirnir fjórir sem eru einkennismerki Audi hafa verið gerðir hvítir, en svörtu 21 tommu álfelgurnar standa upp úr yfirbyggingunni sem er innblásin er af snjólandslagi. Þessi 598 hestafla ofurbíll er alrafmagnaður, 3,3, sekúndur í hundraðið og dregur allt að 495 km á hleðslunni.

Fyrir utan sýningarsalinn í Sjálandi voru einnig aðrar bifreiðar frá Audi, má þar nefna Audi TT, Audi GT og Audi Q8 e-tron.

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu ásamt Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra, Helgu Þóru dóttur Bjarna og Baldri Rafni Gylfasyni eigandi Bpro heildverslunar.

Margt spennandi á döfinni hjá Audi

,,Það er margt spennandi á döfinni hjá Audi. Þar ber hæst að nefna nýjan bíl frá fyrirtækinu, Audi Q6 e-tron sem var kynntur á dögunum og er væntanlegur til Heklu síðla sumars. Q6 er alrafmagnaður fjórhjóladrifinn sportjeppi með 625 kílómetra drægni og getur hlaðið allt að 255 kíló- metra á aðeins tíu mínútum í hraðhleðslu- stöð. Bíllinn er byggður á nýjum grunni og kemur með nýrri innréttingu og nýju margmiðlunarkerfi,” segir Berglind Sigurgeirsdóttir markaðstjóri Heklu.

Þá er von á nýjum uppfærslum af Audi Q7 og Q8 tengiltvinnbílunum sem hafa notið vinsælda en þeir eru væntanlegir síðar á árinu.

Heimir, Marínó, Guðrún og Sossa voru á meðal fjölda gesta sem létu sjá sig

Von er á nýjum uppfærslum af Audi Q7 og Q8 tengiltvinnbílunum sem hafa notið vinsælda en þeir eru væntanlegir síðar á árinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar