250 hlaupagikkir í Stjörnuhlaupinu

Það er góð stemnning á Garðatorgi þessa stundina en hið árlega Stjörnuhlaup fer fram í þessum skrifuðu orðum. Tónar byrjuðu að hljóma frá plötusnúði upp úr 15 í dag og hlauparar gerðu sig klára fram að ræsingu, en 10 km hlaupið var ræst kl. 16 og 2km hlaupið verður ræst kl. 16:30. Matarvagnar voru komnir inn á torgið og þeir ætla að bjóða hlaupurum og öðrum þeim sem verða á svæðinu eitthvað ómótstæðilegt. Um 250 hlauparar taka þátt í hlaupinu og m.a. er Arnar Pétursson margfaldur Íslandsmeistari í langhlaupum. Það var Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ sem ræsti hlaupið.

Fleiri myndir frá hlaupinu koma inn á morgun og úrslit.

Feðgarnir Þorsteinn og Eyþór ætluðu að hlaupa 10 km. Eyþóri fannst það ekki mikið mál þótt hann væri nýkominn úr Vormóti Þróttar þar sem hann keppti fyrir Stjörnunni í 6. flokki eldri og að sjálfsögðu vann Stjarnan mótið. Efnilegur kappi þar á ferð.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ ræsti hlaupið, gerði það bara nokkuð áreynslulaust
Harpa Þorsteinsdóttir fyrrverandi landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar og núverandi bæjarfulltrúi hljóp 10km.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar