Það er góð stemnning á Garðatorgi þessa stundina en hið árlega Stjörnuhlaup fer fram í þessum skrifuðu orðum. Tónar byrjuðu að hljóma frá plötusnúði upp úr 15 í dag og hlauparar gerðu sig klára fram að ræsingu, en 10 km hlaupið var ræst kl. 16 og 2km hlaupið verður ræst kl. 16:30. Matarvagnar voru komnir inn á torgið og þeir ætla að bjóða hlaupurum og öðrum þeim sem verða á svæðinu eitthvað ómótstæðilegt. Um 250 hlauparar taka þátt í hlaupinu og m.a. er Arnar Pétursson margfaldur Íslandsmeistari í langhlaupum. Það var Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ sem ræsti hlaupið.
Fleiri myndir frá hlaupinu koma inn á morgun og úrslit.