15 ára starfsafmæli í Hofsstaðaskóla

Á starfsmannafundi í Hofsstaðaskóla fyrir skömmu var starfsafmæli fjögurra starfsmanna skólans fagnað. Þær Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir deildarstjóri, Guðrún Dögg Jóhannsdóttir sérkennari, Margrét Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Ragnhildur Sigurðardóttir þroskaþjálfi hafa allar starfað við skólann í 15 ár.

Þær fengu að gjöf kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Kúla ársins nefnist Kúla með stroku og er hönnuð af Karin Sander. Kærleikskúlan er seld til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal sem styrktarfélagið rekur. Á myndina vantar Guðrúnu Dögg. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar