Menningardagskrá Garðabæjar vetur/vor 2023 

Á morgun, miðvikudaginn 11. janúar verður borin í hús dagskrárbæklingur Menningar í Garðabæ en jafnframt verður hægt að nálgast eintök í þjónustuveri Garðabæjar, á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands.

,,Í bæklingnum er gott yfirlit yfir viðburði sem í boði eru í menningarstofnunum bæjarins svo sem dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í Hönnunarsafninu, bókasöfnum Garðabæjar og á sýningunni Aftur til Hofsstaða sem opnuð verður á Garðatorgi 7 á Safnanótt. Einnig má í dagskránni sjá úrval viðburða fyrir fullorðna svo sem hádegistónleikaröðina Tónlistarnæring sem fer fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, fyrirlestra á Hönnunarsafni og fjölbreytt erindi á Bókasafni Garðabæjar,“ segir Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar.

Á vorönn fer einnig fram Safnanótt, Barnamenningarhátíð og Jazzhátíð Garðabæjar. ,,Það er því óhætt að lofa Garðbæingum og þeirra gestum lífi og fjöri enda dagskrá vorsins mjög fjölbreytt,“ segir hún.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar