10 m.kr. lágmarkstilboð í einstaka parhúsalóð i Kumlamýri

Gunnar Einarsson bæjarstjóri kynnti skilmála um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar lóða
við Kumlamýri á Álftanesi á fundi bæjarráðs í síðustu viku.

Um er að ræða úthlutun og sölu byggingarréttar 26 lóða við Kumlamýri.
Í skilmálunum kemur fram að einungis einstaklingar geta gert tilboð í lóðirnar og þurfa tveir einstaklingar saman að gera tilboð í hverja samliggjandi parhúsalóð og eru sameiginlega ábyrgir fyrir greiðslu byggingarréttargjalds. Lágmarkstilboð byggingarréttar í hverja einstaka parhúsalóð er kr. 10.000.000.

Bæjarráð samþykkti að lóðir við Kumlamýri verði auglýstar til úthlutunar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar