Veislan kemst á annan stall með skreytingum frá Partývörum

Mæðgurnar Ragnheiður Eyjólfsdóttir og Sarah í Partývörum á Garðaflöt 16-18 í Garðabæ opnuðu fyrir nokkrum árum netverslun í bílskúrnum heima hjá sér á Lindarflötinni þar sem þær seldu ýmsar spennandi vörur fyrir veislur og hin ýmsu tilefni. Áhuginn var það mikill að þær ákváðu í kjölfarið að opna litla kósí verslun, Partývörur, á Garðatorgi 16-18 á síðasta ári með enn fjölbreyttara úrvali af skemmtilegum vörum fyrir afmælisveislur og í raun hinar ýmsu veislur og viðburði svo sé nú ekki minnst á áramótin.

Áramótaveislan eða hvaða formi sem veislan er verður glæsilegri með vörum frá Partývörum enda úrvalið fjölbreytt

Vilja gera veisluna enn glæsilegri

,,Okkar markmið er að vera með huggulegar og einstakar vörur fyrir öll tilefni sem ekki fást annarsstaðar og gera veisluna enn glæsilegri,“ segir Ragga. ,,Við erum líka með sérsniðnar vörur þ.e. við gerum nafnaskilti á kökuna, ferminga- og skírnarkerti, gestabækur og ýmislegt fleira.“

Öll nýjustu ,,trendin” í Partývörur

Og þið er með allar heitustu vörurnar í dag fyrir hin ýmsu tækifæri? ,,Já, okkar markmið er er einmitt að vera á tánum með nýjustu litina og nýjustu ,,trendin” t.d. eru vinsælir litir núna olífu grænn, nude og antikbleikur svo eru pastel litir alltaf vinsælir sem og Rose gold, gyllt og silfur. Fyrir utan áramótin verðum við með mikið úrval fyrir fermingarnar. Svo eigum við mikið úrval af spennandi vörum fyrir bæði barnaafmæli og fullorðins afmæli.”

Margt spennandi fyrir áramótaveisluna

Og áramótin eru alltaf stór. Hvað er fólk helst að versla fyrir áramót og hvað bjóðið þið upp á? ,,Við verðum
með allskonar inni áramótabombur, blöðruskreytingar, áramótablöðrur, áramótaborðskraut, hatta ofl,” segir Ragga og bætir við: ,,Við verðum með opið alla daga milli jóla og nýárs til kl. 18 og til kl 16 á gamlársdag. Það er samt mjög gott að panta blöðruvendi og áramótablöðrur á netsíðunni okkar ef fólk vill ekki bíða í röð á gamlársdag en það þarf að sækja allar blöðrur helst samdægurs en þá eru þær fallegastar.”

Það kemur VÁ faktor á heildarmyndina

Og það eykur vissulega á stemminguna að skreyta með fallegum partývörum fyrir áramóta-, afmælisveislur og aðra stórviðburði? ,,Veislan kemst á annan stall þegar skreytt er með blöðrum og veisluskrauti það kemur svona VÁ faktor á heildarmyndina. Við tökum líka að okkur að skreyta fyrir fólk og fyrirtæki þ.e. bæði í heimahúsum og veislusölum. Höfum skreytt ansi marga veislusali á höfðuborgarsvæðinu fyrir árshátíðir. Erum með fasta viðskiptavini sem eru mjög ánægðir enda get ég nánast staðfest það að við erum með lang fallegustu blöðrurnar á landinu. Þú færð ekki fallegri confettiblöðrur en hjá okkur það er allavega staðfest,” segir hún brosandi.

En hvernig er með eins og t.d. fyrir áramótin og aðrar stórar veislur, er þá nauðsynlegt að panta með góðum fyrirvara eða nóg að koma samdægurs? ,,Það er einfaldast að panta á síðunni okkar og sækja en þá þarf ekkert að bíða en að sjálfsögðu má koma samdægur og versla það sem vantar.”

En hvernig er svo heima hjá Röggu og Söruh um áramótin, er mesta stuðuð hjá ykkur – í það minnsta flottustu skreytingarnar? ,,Það er ansi flott áramótapartýið okkar, ég get ekki sagt annað og jú mikið stuð,” segir Ragga og nú er um bara að gera að koma við í Partývörum á Garðatorgi og skoða úrvalið fyrir jól og áramót.

www.partyvorur.is

Partývörur eru einnig með mjög aðgen ilega heimasíðu þar sem hægt er að skoða úrval og versla á www.partyvorur.is

,,Svo hvetjum við bara bæjarbúa til að skreyta vel heima hjá sér fyrir áramótin,“ segir Ragga brosandi að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar