Garðabær óskar eftir umsögn Kópavogsbæjar

Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðingur f.h. Garðabæjar hefir óskað eftir umsögn Kópavogsbæjar um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, við Arnarnesháls (Arnarland) og gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið, en það hefur lengi verið mikil óvissa um uppbyggingunorðanmeginn á Arnarneshálsi.

Arnarnesháls! Það hefur lengi verið mikil óvissa um uppbyggingu norðanmeginn á Arnarneshálsinum en nú er stefnt á uppbyggingu heilsubyggðar

Á svæðinu er áhersla á uppbyggingu heilsubyggðar, heilsutengda starfsemi þekkingarfyrirtækja og aðra heilsutengda þjónustu, verslun og almenna þjónustu s.s. kaffihús og veitingastaði fyrir íbúa og gesti. Horft verður til hagkvæmrar nýtingar lands, sem styður við uppbyggingu Borgarlínu. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum fyrir íbúa 50 ára og eldri. Sérstaklega verður horft til umhverfisvænna lausna með sjálfbærni að leiðarljósi, bæði á framkvæmdatíma og að honum lokum. Skilgreindar verða öruggar samgöngutengingar sem þjóna uppbyggingu og fyrirhugaðri starfsemi á svæðinu. Sérstök áhersla verður á vistvæna samgöngumáta, virkan lífsstíl og tengingar við nærliggjandi stígakerfi og opin svæði.
Almennar áherslur deiliskipulags eru m.a:

• Að leggja grunn að fjölbreyttri uppbyggingu sem m.a. styður við fjölbreyttar samgöngur og markmið um uppbyggingu Borgarlínu

• Að uppbygging og þróun taki tillit til þriggja þátta sjálfbærni; samfélag, efnahagur og umhverfi

• Að byggja upp eftirsóknarvert svæði fyrir heilsutengda starfsemi sem gæti orðið aðdráttarafl fyrir fyrirtæki í fremstu röð í þróun og nýsköpun í heilsutækni

• Að leggja grunn að grænni íbúðabyggð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu fyrir 50 ára og eldri, þar sem boðið er uppá íbúðir með möguleika á tæknivæðingu í nánd við fjölbreytta þjónustu

• Að skapa eftirsóknarvert, lifandi og skapandi umhverfi sem hvetur til virks lífsstíls íbúa og gesta

• Að leggja áherslu á tengingar við nærliggjandi umhverfi, útivist og náttúru

• Byggð taki mið af staðháttum og veðurfari, falli vel að nærumhverfi sínu, landslagi og nærliggjandi byggð

• Að vinna skipulag sem hlýtur vistvottun samkvæmt BREEAM vistvottunarkerfinu, til þess að tryggja gæði uppbyggingar og byggðar m.a. til lengri framtíðar.

Bæjarráð Kópavogs frestaði afgreiðslunni og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar