Algjörar afsláttarbombur í Nettó

Árlegir Heilsu- og lífsstílsdagar í Nettó standa fram á miðvikudaginn 6. október, en á heilsudögunum geta viðskiptavinir Nettó gert góð kaup á heilsu- og lífsstílsvörum, sem eru með allt að 25% afslætti auk þess sem boðið er upp á ofurtilboð á einstökum vörum á hverjum degi.

Heilsudagar Nettó haldnir tíunda árið í röð.

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Samkaupa og hún segir ávallt mikla tilhlökkun á meðal viðskiptavina fyrir Heilsu- og lífsstílsdögunum. ,,Það er alltaf mikil tilhlökkun á meðal viðskiptavina og starfsmanna fyrir Heilsudögum Nettó, enda hefur orðið gríðarleg vitundarvakning síðustu ár varðandi bætta heilsu og mikilvægi hennar,” segir hún, en Heilsudagar Nettó eru haldnir á hálfsárs fresti, annars vegar í byrjun árs og hins vegar á haustin og hafa viðskiptavinir tekið þeim opnum örmum. ,,Viðskiptavinir geta gert ótrúlega góð kaup á heilsu- og lífstílsvörum í verslunum Nettó og í vefversluninni. Vinsældir Heilsudaganna hafa aukist frá ári til árs en fyrstu Heilsudagarnir voru haldnir 2011. Þetta er því tíunda árið í röð sem við höldum Heilsudaga hátíðlega,“ segir hún.

Yfir 3.000 vörur á afslætti

„Þær vörur sem eru á afslætti teljast til Heilsu- og lífstílsvara, en alls verða yfir 3.000 vörunúmer á afslætti yfir Heilsudaga,” segir Ingibjörg, en meðal annars er um að ræða ýmsar hollustuvörur, lífrænar vörur, fæðubótarefni, veganvörur, ketóvörur, vítamín, grænmeti og ávexti og margt fleira.

Allt að 25% afsláttur

,,Yfir alla dagana verður allt að 25% afsláttur af þessum vörutegundum. Umfram það munum við á hverjum degi bjóða upp á ofurtilboð á einstökum völdum vörum, þá allt að þrjár hvern dag. Þetta eru algjörar afsláttarbombur,” segir hún brosandi, en það er hægt að nálgast upplýsingar um þessi tilboð í Heilsublaði Nettó og á vef- og samfélagsmiðlum Nettó.“

Ingibjörg segir að margir noti heilsudagana til að birgja sig upp fyrir veturinn af heilnæmum heilsuvörum og huga þar með að góðum forvörnum og að góðri persónulegri heilsu.

Hollusta í brennidepli hjá Íslendingum

Ingibjörg segir að Nettó sé leiðandi með úrval af heilsu- og lífstílsvörum og eykst úrvalið með ári hverju. „Úrvalið hefur aldrei verið betra en nú. Hollusta og heilbrigði eru í brennidepli hjá Íslendingum. Með aukinni meðvitund vanda landsmenn valið sífellt meir þegar kemur að matarinnkaupum almennt. Við sjáum það í aukinni sölu á lífrænum vörum, heilsuvörum og vörum sem eru merktar græna skráargatinu. Í verslunum Nettó ættu allir að geta fundið eitthvað sem hentar þeirra heilsu og lífsstíl, hvort sem markmiðið er að minnka sykurát, leggja ríkari áherslu á lífrænt fæði eða sýna umhverfinu meiri umhyggju.“

Pakkfullar verslanir af spennandi tilboðum

Ingibjörg segir að það verði margt og mikið í boði á Heilsudögum Nettó sem framundan eru núna sem endranær. „Verslanir okkar verða pakkfullar af spennandi tilboðum, það verða leikir á samfélagsmiðlum, ýmsar kynningar ásamt fróðleik og ráðgjöf í verslunum. Við erum afar þakklát okkar viðskiptavinum fyrir að gera Heilsudaga að þeim stórviðburði sem þeir eru, því áhugi og endurgjöf frá viðskiptavinum okkar veita okkur klárlega hvatningu til að stækka og bæta stöðugt úrvalið hjá okkur af hollari og lífrænum valkostum í verslunum Nettó,“ segir hún að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar