43 umsóknir bárust í starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri Garðabæjar mætti á fund bæjarráðs sl. þriðjudag þar sem hún gerði
grein fyrir úrvinnslu umsókna um starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs.

Fram kom að alls bárust 43 umsóknir um starfið en 3 umsækjendur hafa dregið umsókn sína til baka. Farið var yfir allar umsóknir og lagt mat á umsækjendur út frá þeim menntunar- og hæfniskröfum sem tilgreindar voru í auglýsingu. Ellefu umsækjendur voru boðaðir í viðtöl og fjórir af þeim voru boðaðir í annað viðtal þar sem þeir kynntu verkefni sem fyrir þá var lagt og sátu fyrir svörum í framhaldi.

Ráðið í stöðuna í dag

Ráðning í starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs verður svo á dagskrá bæjarstjórnar síðar í dag, fimmtudaginn 18. janúar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar