Í forystu felst ábyrgð

Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018 gáfum við frambjóðendur Garðbæingum 100 framsækin fyrirheit. Í aðdraganda kosninganna sem verða í maí 2022 munum við birta bæjarbúum efndir þessara fyrirheita okkar.
Ég sækist eftir því að taka sæti ofarlega á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ nú í vor og vinna bæjarfélaginu gagn á því kjörtímabili sem í hönd fer.
Ég leita eftir stuðningi sjálfstæðisfólks í Garðabæ til þess að skipa 3.-4. sæti framboðslistans.

Framtíðarsýn mín á bæjarfélagið

Sterkt samfélag, þar sem ávallt verði haft að leiðarljósi:
• Stöðugur og traustur fjárhagur, lágar skattálögur,
• fjölbreytt þjónusta, góðir skólar með framsækið skólastarf, leikskólar frá unga aldri,
• öflug íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfsemi, stuðningur við frjáls félagasamtök,
• markviss uppbygging íbúða fyrir unga fólkið,
• öruggt ævikvöld eldra fólksins,
• blómstrandi atvinnulíf,
• hreint loftslag og verðmætt umhverfi til útivistar.

Ég legg mín störf í dóm Sjálfstæðisfólks

Síðastliðin átta ár hef ég sem fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar lagt mikla áherslu á farsælan framgang sameiningar Garðabæjar og Álftaness. Markmið mitt og okkar allra er að sameiningin í heild takist sem best fyrir alla Garðbæinga.
Ég vil leggja ennþá meira af mörkum við mótun framtíðar bæjarfélagsins og býð mig fram til að vera áfram hluti af sterkri liðsheild í bæjarstjórn Garðabæjar – í þjónustu fyrir alla Garðbæinga.

Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ,
skipaði 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2018

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar