Undanfarin ár hefur þó nokkru fé verið úthlutað til hjólastíga í Kópavogi. Það hefur því miður komið í ljós að það hefur verið skammgóður vermir.
Þegar á reynir ratar ekki allt þetta fé ratað til framkvæmda. Heldur aðeins rúmur helmingur sem verður að teljast ansi dræmt. Þá hefðu einhver talið að þetta myndi þá bara skila sér síðar enda ekki vanþörf á. Í umræðum meðal hjólreiðafólks er tekið eftir því að Kópavogur þyrfti að gera mun betur hvað varðar hjólastíga. En ekki eingöngu er það ekki raunin að neitt af þessu fjármagni sem ekki hefur verið nýtt muni skila sér í framkvæmdir, heldur til að bæta um betur fer ekki króna til framkvæmda á næsta fjárhagsári, mögulega jákvætt að við séum hætt að úthluta fé sem ekki er notað en samt sorglegt.
Hjólreiðar eru mikilvægur ferðamáti og ekkert því til fyrirstöðu að hjóla allt árið enda er mikið af fólki sem gerir það með góðum árangri. Með því að byggja upp góða innviði er hægt að hvort tveggja auka mikið á öryggi hjólreiðafólks sem og að bæta úr tengingum. Því miður er staðan sú að í dag eru tengingar innan Kópavogs oft ófullnægjandi sem þýðir að hjólreiðafólk neyðist til að ýmist nýta gangstíga sem ekki eru ruddir eða akbrautir sem eru mis hentugar sem hjólaleiðir. Í báðum tilfellum verða leiðir oft mun lengri en þær þyrftu að vera.
Vissulega eru lagðir stígar í nýjum hverfum þó það nú væri, því miður verða það gjarnan sameiginlegir hjóla og göngustígar sem henta hvorki gangandi né hjólandi. Þeir stígar sem verða lagðir á næsta ári verða fyrst og fremst á grundvelli samgöngusáttmála og Kópavogur getur og ætti að gera miklu betur, þangað til fer hjólafólk í Kópavogi í jólaköttinn, frekar en fá jólahjól í silfurpappír.
Indriðið Stefánsson, varabæjarfulltrúi Pírata