Falleg og fjölbreytt vorsýning eldri borgara í Garðabæ

Vorsýning í Jónshúsi, sem segja má að sé einn af vorboðum Garðabæjar, var haldin dagana 5.-7. maí sl., eftir rúmlega tveggja ára hlé, en það var Almar Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður Öldugaráðs sem flutti ávarp og opnaði sýninguna.

Handverksfólk í röðum heldri borgara Garðabæjar og Álftaness kunna greinilega sitthvað fyrir sér, en á sýningunni mátti sjá hundruði fallegra muna sem sýningargestir gátu borið augum, en gestir fjölmenntu á sýninguna þá daga sem hún stóð.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar