Endurtalningu í Garðabæ lokið. Engin breyting eftir að atkvæði hafa verið yfirfarin og endurtalin

Nú fyrir skömmu lauk endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Garðabæ, sem fram fóru sl. laugardag, en kjörstjórn Garðabæjar féllst á í gær að beiðni Garðabæjarlistans um endurtalningu atkvæða þar sem aðeins munaði 12 atkvæðum á að Harpa Þorsteinsdóttir, þriðji maður á lista Garðabæjarlistans, kæmist inn í bæjarstjórn á kostnað Guðfinns Sigurvinssonar, sjöunda manns á lista Sjálfstæðisflokksins.

Eftir að öll atkvæðin höfðu verið yfirfarin og endurtalin þá breyttust úrslit laugardagsins ekki. Sjálfstæðismaðurinn Guðfinnur Sigurvinsson heldur því sæti sínu í bæjarstjórn Garðabæjar og Harpa Þorsteinsdóttir er fyrsti varabæjarfultrúi Garðabæjarlistans.

Mynd. Endurtalning hófst í Sveinatungu klukkan rúmlega fjögur í dag og henni er lokið.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar