171 milljón króna bætist við með viðauka nr. 5

Bæjarráð hefur lagt til við bæjarstjórn Garðabæjar að samþykkja 171 milljón króna viðbótarkostnað við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2021 vegna viðauka 5, sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku.

Í viðauka 5 eru eftirfarandi hækkanir:

Á fundi bæjarráðs þann 6. júlí sl. var samþykkt hækkun á gjaldskrá fyrir skólamat með gjaldskrárhækkuninni hækkar niðurgreiðsla bæjarins með skólamat um 4 m.kr. Skólamatur grunnskóla 4.000.000

Nýr leikskóli í rekstri Garðabæjar frá haustmánuðum 2021. Laun, leiga og annar rekstrarkostnaður. Mánahvoll 44.000.000

Fleiri börn hjá dagforeldrum en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir og hækkun á framlögum til dagforeldra sbr. samþykkt bæjarráðs 12.10. sl. Dagforeldrar 9.000.000

Vegna vinnu við stafræna þróun á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga og Garðabæjar sbr. kynningar í bæjarráði, þarf að bæta við fjárhagsáætlun 12 m.kr. Stafræn þróun 12.000.000

Vegna sumarátaksvinnu ungs fólks þarf að bæta við fjárhagsáætlun ársins þar sem fjöldi ungmenna varð meiri en áætlun gerði ráð fyrir, allir fengu starf, sbr. kynning mannauðsstjóra í bæjarráði. Sumarátaksvinna ungs fólks 96.000.000
Sumarátak stutt með þátttöku Vinnumálastofnunar 6.000.000

Fjármögnun viðauka
Viðauka er mætt með hækkun á staðgreiðslu útsvars upp á 171.000.000 m.kr.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar