Vel heppnað festival

Hamraborg Festival var haldin í fyrsta skipti í ár en hátíðin stóð yfir frá 26. ágúst til og með 29. ágúst. Listahátíðin er innblásin af og tileinkuð Hamraborginni.

Yfir fimmtíu listamenn tóku þátt í hátíðarhöldunum. Vegglistamenn fengu að spreyta sig á veggjum Hamraborgarinnar, tónlist var flutt bæði í Salnum og á Catalinu, og í annarri hverri búð voru haldnar sjálfstæðar myndlistarsýningar eftir gjörólíka listamenn. Hátíðinni lauk sunnudaginn 29. ágúst, eftir öflugt lokahóf á Catalinu kvöldið áður.

Listrænir stjórnendur hátíðar-innar eru myndlistarkonan Joanna Pawlowska, rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson, grafíski hönnuðurinn Sveinn Snær Kristjánsson og listakonan Ragnheiður Bjarnarson en þau reka saman menningarkjarnann Midpunkt sem starfað hefur í Hamraborginni síðan 2018.

Hátíðin var vel heppnuð og stefnt er að því að endurtaka leikinn að ári liðnu. Listrænir stjórnendur Hamraborg Festival vilja þakka öllum sem mættu á hátíðina og glæddu hana lífi ásamt listamönnum sem gáfu tíma sinn og vinnu svo listahátíðin yrði að veruleika.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar