84 íbúðir í fjölbýli og raðhúsum í Víðiholti á Álftanesi

Mánudaginn 30. ágúst sl. var haldinn íbúafundur í beinu streymi þar sem kynntar voru deiliskipulagstillögur fyrir íbúðabyggð í Víðiholti og hesthúsahverfi í Breiðumýri en báðar tillög-urnar eru í forkynningu til og með 8. september 2021.

Íbúðabyggð í Víðiholti

Í Víðiholti er í forkynningu tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð, en tillagan gerir ráð fyrir að íbúðarbyggð á 2-3 hæðum, alls 84 íbúðir í fjölbýli og raðhúsum, aðkomuvegi frá Breiðumýri og opnu svæði til norðvesturs.

Hesthúsahverfi í Breiðumýri

Einnig er í forkynningu tillaga að deiliskipulagi fyrir hest-húsahverfi í Breiðumýri. Tillagan gerir ráð fyrir hesthúsabyggð á Álftanesi, en á svæðinu er ekki áður staðfest deiliskipulag. Tillagan tekur m.a. á hesthúsabyggð, félagsheimili, reiðskemmu og reiðstígum en markmiðið með deiliskipulaginu er að svæðið falli vel að nærliggjandi íbúðarbyggð.

Eins og áður segir var fundinum streymt beint í gegnum fésbókarsíðu Garðabæjar vegna samkomutakmarkana. Hægt var að senda inn rafrænar fyrirspurnir á meðan fundi stóð og þeim var svarað að lokinni kynningu.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á fésbókarsíðu Garðabæjar og vef Garðabæjar (https://www.facebook.com/events/841883490047338)

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar