Upplifa lífsgleði og frelsi í hjólaferðum

Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs hjá Kópavogsbæ hefur lagt fram umsögn um beiðni um kaup á hjóli fyrir íbúa hjúkrunarheimilisins að Boðaþingi og hefur bæjarráð samþykkt með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

50% styrkur fyrir kaup á hjóli

Theódóra lagði fram bókun þar sem hún telur að Kópavogsbær eigi að styrkja kaup á hjóli um 50% líkt og áður hefur verið gert. Jafnframt að stígar verði lagfærðir ef þörf er á og að Kópavogsbær styrkja kaup á hlífðarfatnaði fyrir notendur. ,,Verkefnið er mikilvægt og mjög jákvætt lýðheilsuverkefni unnið af sjálfboðaliðum eða aðstandendum íbúa. Verkefnið styður jafnframt vel við yfir-markmið um jöfnuð til heilsu hjá öllum aldurshópum með sérstöku tilliti til viðkvæmra hópa, sem og meginmarkmið um að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar hreyfingar og útivistar,” segir í bókun Theódóru sem Sigurbjörg Egilsdóttir bæjarfulltrúi tók undir.

,,Við erum mjög jákvæð fyrir verkefninu. Fjárfesting í hjólum mun auka lífsgæði íbúa í Boðaþingi líkt og hefur verið raunin í Sunnuhlíð. Leggjum við því til að veitt verði sama fjárhæð og áður til hjólakaupa að teknu tilliti til verðlagsþróunar,” segir í bókun sem meirihlutinn lét fylgja með.

Upplifa lífsgleði og frelsi

Sigrún segir í umsögninni m.a. að sýnt hafi verið fram á ágæti hjólaferða með íbúum hjúkrunarheimila víðsvegar um landið. ,,Íbúar upplifa meiri lífsgleði, frelsi og finna fyrir auknu sjálfstrausti ar sem virkni þátttakenda í eigin lífi eykst með og ábatinn af því að njóta félagsskaps þess sem hjólar með viðkomandi.”

Byko greiddi 400 þúsund

Fram kemur í tillögunni sem lögð var fyrir bæjarráð að hjólabúnaður hafi veirð til staðara á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð frá 2016, sem er vel. Kostnaðarskipting vegna kaupa á hjóli til Sunnuhlíðar var með þeim hætti að Kópavogsbær greiddi 50% framlag vegna kaupanna og 50% var greitt af Byko, en hjólið kostaði á sínum tíma 800.000 krónur.

Mynd: Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, og Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfissviðs afhentu vetrardekk og kuldagalla í hjólaverkefnið Hjólað óháð aldri en Svanur Þorsteinsson tók við honum fyrir hönd sjálfboðaliða á Sunnuhlíð í desember 2017.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar