Boðið upp á samtal við bæjarstjóra

Nú geta íbúar, félagasamtök og rekstraraðilar í Garðabæ óskað eftir samtali við Almar Guðmundsson bæjarstjóra, með því að hafa samband við þjónustver Garðabæjar eða senda póst á gardabaer@ gardabaer.is með ósk um samtal.

Milliliðalaus samskipti við íbúa nauðsynleg

Garðapósturinn spurði Almar hver væri hugmyndin og tilgangurinn á bak við samtalið við bæjarstjóra? ,,Það er mjög mikilvægt fyrir mig að geta átt milliliðalaus samskipti við íbúa um hvað eina sem fólk vill ræða. Sumir vilja ræða þjónustu við sig eða sína fjölskyldu á meðan aðrir hafa ef til vill frábæra hug-mynd um hvernig bæta má mannlífið og samfélagið okkar,” segir Almar.

Þeir sem óska eftir samtali þurfa að tilkynna nafn sitt og erindi. Tekur þú á móti öllum, sama hvert erindið er? ,,Já, ég tek á móti öllum.”

Og þú hvetur bæjarbúa til hafa samband og óska eftir samtali við bæjarstjórann? ,,Ég hef nú þegar tekið á móti allmörgum bæjarbúum síðan ég hóf störf og þau samtöl hafa verið mjög gagnleg og ýmsar hugmyndir ræddar. Ég vil endilega hvetja fólk að hafa samband,” segir Almar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar