Efri hæð vesturálmu Kársnesskóla lokað

Hluta Kársnesskóla, efri hæð vesturálmu aðalbyggingar, hefur verið lokað vegna myglu sem greindist í einni stofu í álmunni.

Svæðið hýsir nemendur í 1.bekk og hluta 3.bekkjar. Nemendum hefur verið komið fyrir annars staðar í skólanum, tímabundið, og er stefnt að því að lagfæringum verði lokið í lok desember.

Forsaga málsins er að á haustdögum varð starfsfólk vart við að loftgæði voru ekki góð á efri hæð í vesturálmu aðalbyggingar skólans. Brugðist var við með því að mæla loftgæði og taka sýni úr gluggum og fleiri stöðum til að kanna hvort um myglu gæti verið að ræða.  

Niðurstöður gáfu til kynna að grípa þyrfti til aðgerða. Eitt sýni af fjórum sýndi að um myglusvepp var að ræða. Til að gæta varúðar hefur þegar verið brugðist við og vesturgangi lokað sem fyrr segir. Framkvæmdir hefjast eins fljótt auðið er en skipt verður um gluggasyllur, klæðningar og fleira. 

Kársnesskóli stendur við Vallargerði. Í honum eru 660 börn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins